Fimmtudagsrúntar og fundur

Stjórnin ákvað fyrr í vikunni að slá af fimmtudagsrúntinn 5.5.2022 sökum slæmrar veðurspár og annarra anna.
Biðjumst velvirðingar á því.

Fimmtudaginn 12.5.2022 kl 19:00 boðum við til fundar í Smalakofanum sem varðar ferðaplön sumarsins og þá helst ferð sem til stendur að fara (líklegast 11-12.júní, gist eina nótt).

Ef vel viðrar verður smá fimmtudagshringur tekinn á eftir svo ef veðrið er gott þá endilega mætið á hjólum!

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntar-og-fundur/

Aðalfundur 2022 – Fundargerð

Aðalfundur Smaladrengja haldinn í Smalakofanum 25. apríl kl 18:00 2022

Mættir voru:
Björn Ingi Björnsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Páll Stefánsson
Baldur Sigurðsson
Trausti Jóel Helgason
Björn S. Þórisson
Kristján Óli Jónsson
Guðmundur R. Stefánsson (Fjartenging)
Sveinn Ragnarsson

Björn Ingi Björnsson kosinn fundarstjóri og fundarritari.

Inntaka tveggja nýrra félaga:
Sveinn Ragnarsson og Erling Ólafsson, samþykkt.
Starfsemi síðasta árs er mjög stutt sökum covids faraldrar, en farnir voru örfáir fimmtudagsrúntar með dræmri mætingu. Lagt til að rífa þetta upp í sumar.
Endurskoðaðir reikningar voru lagðir fram og samþykktir einróma.
Tillaga um lagabreytingu lögð fram, um að seinka kvöðinni um hvenær skal halda aðalfund um mánuð svo það sé mars-apríl sem hann skal halda í stað febrúar-mars áður
Félagsgjöld skulu haldast óbreytt.
Stjórn er óbreytt frá fyrra ári var samþykkt einróma.
kosning nefnda er óbreytt frá fyrra ári og var samþykkt einróma

Önnur mál:
rætt um að skoða möguleikana á því að gera eitthvað í kringum “Fallið” minnisvarða um fallna hjólafélaga í Varmahlíð.
þar sé svæðið í kring ekki heillandi og frekar mikil drulla. Þarna vantar stíg eða hellur í kring og jafnvel lítinn setbekk.
skoða það að fá verktaka til að liðsinna okkur í þessu, en jafnframt gera þetta í góðu samkomulagi og samstarfi við Tíuna og jafnvel Snigla.
Ákveðið að halda fund 12. maí í Smalakofanum. Fimmtudagsfundur til að ræða ferðaplön sumarsins og taka svo smá hjólarúnt á eftir.
hugmynd að fyrstu ferð er 11-12. júní (2. daga ferð).

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2022-fundargerd/

Fimmtudagsrúntar 2022

Kæru Smalar,

við ætlum að byrja fimmtudagsrúntana 5. maí, nánari auglýsing kemur inn fyrir fyrstu ferð.

við vekjum athygli á því að sms listi hefur verið uppfærður, ef þú ert ekki að fá sms frá okkur þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á smaladrengir(hja)gmail.com með nafni og símanúmeri svo hægt sé að bæta þér við. Athugið að aðeins félagsmenn sem hafa greitt árgjald verða settir á sms lista.

kv. Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntar-2022/

Sumardagurinn fyrsti

Ágætu Smaladrengir

Fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta, er ráðgert að hittast við Fallið í Varmahlíð kl 13:00.

Farið frá N1 Sauðárkróki kl 12:00

Séra Gísli Gunnarsson verður þ.ví miður fjarverandi svo samkoman verður ekki með hefðbundnu sniði. Hugmyndin er að koma saman og minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.

Að lokinni samkomu í Varmahlíð er ætlunin, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur að Samgönguminjasafninu í Stóragerði og njóta veitinga sem þar verða í boði í tilefni dagsins.

Með sumarkveðju,
Stjórnin.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-10/

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja 2022 verður haldinn kl 18:00 mánudaginn 25. apríl í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að Borgarteig, en gengið inn Borgargerðismegin.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Inntaka nýrra félaga.
Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
Kosning nefnda.
Önnur mál.

léttar veitingar í boði

Vonast til að sjá sem flesta.

f.h. Smaladrengja
Björn Ingi Björnsson
Formaður

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2022/