Vetrarstarf Smalana

Kraftur 2013 var eitt það síðasta sem planað var á þessu ári hjá okkur Smölunum,  vil ég koma þakklæti til þeirra sem komu að þeirri síningu fyrir okkar hönd við frekar “leiðinlegar” aðstæaður þar að segja snjó og í leiðindarveðri.

Nú er það spurning um frammhaldið,  það verður nú sennilega lítið um rúnterí á okkur en dettur fólki eitthvað annað í hug  ? svona yfir vetrarmánuðina.  Endilega ef þið hafið  einhverjar hugmyndir komið þeim áleiðis.
Kveðja Svavar #76

Sími 899-2090

svavarsig@hotmail.com

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/vetrarstarf-smalana/

Kraftur 2013

Kæru Smaladrengir
Þá er sýningunni Kraftur 2013 lokið. Sjö hjól fóru á sýninguna sem var öll hin glæsilegasta. Vegna veðurs varð að flytja öll hjólin til og frá sýningunni á kerru, sem Guðmundur Stefánsson lagði til auk eins hjóls.  Sérstakar þakkir flyt ég þeim Guðmundi Stefáns, Trausta Jóel, Gunnari Inga, Birni Mikalessyni, Sigurðir Baldurssyni  Birni Þórissyni og       Páli Stefánsyni  fyrir aðstoðina um helgina.
Kveðja
Keli

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/kraftur-2013-2/

Kraftur 2013

Ágætu Smaladrengir
Það styttist í sýninguna Kraft sem haldin verður 16.-17. nóv.  Við höfum fengið úthlutað plássi sem er svipað að stærð og síðast.  Stefnt er á glæsilega sýningu að vanda.
Nú er komið að því að velja hjól á sýninguna.  Það er tillaga mín að í ár verði lögð áhersla á gömul og uppgerð hjól og óska ég eftir tillögum frá ykkur um hjól sem falla í þann flokk.  Ef ekki fást nógu mörg hjól í þeim flokki munum við bæta við öðrum hjólum.  Ég óska sömuleiðis eftir tillögum að slíkum hjólum.
Þá óska ég eftir sjálboðaliðum til að manna vaktir á sýningunni, en gert er ráð fyrir að fulltrúar klúbbanna sem sýna verði alltaf til staðar á sýningunni.
Loks er gert ráð fyrir að sýnendur taki saman upplýsingar um hjólin á borð við tegund, árgerð, akstur, hestöfl, sögu og þess háttar.  Staðlað eyðublað verður útbúið þegar nær dregur.
Ég treysti á tillögur frá ykkur, annars verður val á hjólum í mínum höndum, vina minna og vandamanna, sem sagt hreinn klíkuskapur.
Kveðja
Keli

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/kraftur-2013/

Fimmtudagsrúnturinn 19-09

Það er ísing á götunum þegar að ég skrölti í vinnuna í morgun.  Ég læt það vera að senda SMS í dag en við sjáum hvað setur.  Engu að síður ef mönnum langar að hjóla og aðstæður leifa þá er bara að mæta á N1 ef aðstæður breitast eins og vanalega um 20 leitið.  Það vantar myndir frá þarsíðasta fimmtudegi en þá var vel mætt en þær koma síðar.  Læt eina fljóta með sem ég rakst á frá Brynjari til gamans.

1234476_10200681923666123_1540943159_n

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-19-09/

Til gamans !! æfið ykkur heima….eða ekki.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/til-gamans-aefid-ykkur-heima-eda-ekki/