Skoðunardagur hjá Frumherja

Haft hefur verið samband við Frumherja um skoðunardag fyrir hjólin eins og undanfarin ár.  Það er ekki búið að ákveða dagsetningu en þeir tóku vel í það og læt ég vita hérna á síðunni og með SMS um leið og dagsetning er kominn.

# 76  Svavar

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/skodunardagur-hja-frumherja/

Ferðaáætlun Smaladrengja árið 2014.

Ferðaáætlun

Ferðaáætlun Smaladrengja árið 2014

  • Ferðanefnd leggur til að félagar sameinist kl. 10.00, nema annað sé tekið fram, á eftirtöldum stöðum í upphafi allra ferða. Dalvík: Olís planið Ólafsfjörður: Bensínstöð N1 Siglufjörður: Olís planið Hofsós: KS planið Sauðárkrókur: N1 planið Varmahlíð: KS planið Blönduós: N1 planið Skagaströnd: Olís planið
  • Sumardagurinn fyrsti 24. apríl Safnast saman á planinu við KS Varmahlíð kl.12.45. Séra Gísli Gunnarsson fer með ferðbæn fyrir sumarið við minnismerkið „Fallið“. Þaðan verður hjólað saman út á Sauðárkrók þar sem boðið verður upp á kaffi og lummur hjá Maddömunum við Minjahúsið. Vélhjólafólk á Norðurlandi er hvatt til að slást í hópinn. Smaladrengir á Suður og Vesturlandi endilega mætið í hópkeyrslu Sniglanna.
  • Fimmtudagurinn 1. maí  Fyrsti fimmtudagsrúnturinn 14.00  Hitumst á N1.
  • Vorferð er fyrirhuguð  suðurfyrir heiðar að þessu sinni,  nánar auglýst síðar.

 

  • Sjómannadagurinn 1. júní Allir á Hofsós og/eða Skagaströnd þar er alltaf mikið um að vera á Sjómannadaginn. Staðurinn ákveðinn síðar. Nánar síðar á www.smaladrengir.is
  • 17. júní Bíladagar á Akureyri. Bíla- og hjólasýning Akureyringa. Allir þangað. Nánar síðar á www.smaladrengir.is
  • Jónsmessuhátíð Hofsósi 22. – 24. Júní. Heimsókn til Smaladrengja á Hofsósi og nágrenni. Nánar síðar áwww.smaladrengir.is
  • Landsmót bifhjólamanna 03 – 06.  júlí. . Nánari upplýsingar um dagskrá og framvindu munu birtast á www.sniglar.is þegar nær dregur stemmunni.
  • 17-20. júlí Húnavakan á Blönduósi. Nánar síðar á www.smaladrengir.is
  • 02-4 Ágúst Verslunarmannahelgin.  Únglingalandsmót UMFÍ .  Hópkeirsla Nánar síðar á www.smaladrengir.is

 

 

Ferðanefnd áskilur sér allan rétt til breytinga ef veðurútlit er slæmt.

F.h. ferðanefndar Baldur Sigurðsson, S: 893-3515, netfang: saudarkrokur@avis.is..

Birgir Örn Hreinsson  8921790

Elmar Sveinsson  8964130 elmar@sahun.is

 

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaaaetlun-smaladrengja-arid-2014/

Sumardagurinn fyrsti 2014

Frábært vedur,  frábær mæting eða rúm 30 hjól sem keirðu saman frá Varmahlíð til Sauðárkróks eftir bænastund við Fallið sem séra Gísli flutti okkur eins og honum einum er lagið.  Skemmtilegur dagur í alla staði og vil ég þakka öllum þeim sem komu að bæði Smölum og frá öðrum félögum fyrir skemmtilega samveru í þessu fallega veðri.   Svavar #76

Ég setti svo nokkrar myndir af deginum inná mynda albúmið undir 2014.IMG_1055 IMG_1092 IMG_1090 IMG_1088 IMG_1087 IMG_1086 IMG_1084 IMG_1083 IMG_1081 IMG_1079 IMG_1078 IMG_1077 IMG_1076 IMG_1073 IMG_1069 IMG_1065 IMG_1064 IMG_1058 IMG_1056 IMG_1054 IMG_1052 IMG_1050 IMG_1049

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-2014/

Sumardagurinn fyrsti.

Árleg bænastund við Fallið í Varmahlíð fer fram á fimmutdag, Sumardaginn fyrsta, kl. 13:00.

Gert er ráð fyrir mætingu á staðinn um kl. 12.45.

Að lokinni bænastund, undir stjórn Séra Gísla Gunnarssonar, verður haldið á Krókinn og endað við Maddömmukot.

Þeim sem langar að hjóla saman frá Sauðárkrók og í Varmahlíð mæta við N1 fyrir kl 12.15 en þá verður lagt af stað.

Það er öllum velkomið að taka þátt.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-6/

Sumardagurinn fyrsti

Það styttist í sumardaginn fyrsta eru ekki allir klárir !!

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-5/