1. maí rúnturinn og myndir

Það var sæmilega mætt þrátt fyrir kaldan norðan andvara,  það var þó þurt og sól.  Við hittumst hjá N1 á níu hjólum rendum í Maddömmukot og fengum kaffi og lummur,  rendum svo austur fyrir og hringinn í Varmahlíð og enduðum hjá brjörugnarsveitinni og drukkum kaffi þar líka til að ná úr okkur hrollinum ;O)  Takk fyrir skemmtilegan dag læt myndirnar hans Binna fljóta hérna með.  Kveðja Svavar # 76

18235_10204200615631223_6527582626897587440_n 535911_10204200570950106_8224405599443044027_n 10404196_10204200568590047_415262064504203830_n 10404196_10204200571270114_3212427506437843213_n 10404196_10204200614591197_8009733387361416675_n 10408891_10204200617271264_1552331244329936838_n 10641123_10204200618151286_1002292565463760842_n 11012945_10204200614031183_5227240687443420221_n 11102714_10204200618871304_2276207972749920163_n 11114284_10204200620431343_2103539830261960248_n 11139421_10204200569270064_8475176408567498859_n 11140106_10204200615311215_8651018643301734844_n 11164638_10204200599630823_7241102034047957323_n 11164685_10204200614311190_7544770743299951129_n 11169831_10204200569830078_2553142561723309195_n 11169956_10204200616911255_6616170004583544447_n 11178314_10204200617511270_1496883550984250540_n 11182177_10204200613351166_7251782676504183854_n 11188227_10204200613751176_8087707712603531546_n 11193383_10204200617871279_4005135800638550784_n 11193383_10204200622751401_8565423621685890380_n 11196326_10204200570630098_3912963078137710427_n 11202957_10204200619191312_8260501513252844548_n 11203132_10204200572110135_5902797172745559624_n 11205970_10204200569990082_6031156898522051262_n 11205987_10204200616431243_1990253151802578322_n 11209597_10204200618431293_8567029467446866152_n 11215834_10204200621791377_7182523774738748640_n

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-runturinn-og-myndir/

1. maí

Smalar. Á morgun fyrsta maí, hittumst við hjá N1 á Króknum kl 14.00 ef veður leifir og tökum stuttan hring og endum hjá Maddömunum á eftir.
Ferð okkar að Fallinu í Varmahlíð verður frestað enn um sinn og er hugmynd um að við förum þangað um miðjan júní, Á afmæli mótorhjólsins á Íslandi og Vélhjólkaklúbbi skagafjarðar. En nánar um það seinna. Svavar #76

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-2/

Sumardagurinn fyrsti, öllu frestað. Gleðilegt sumar !!!!!

Nú er úti veður vont

snjóar allt í klessu.
Ekki þykir smölum gott
að hjóla út í þessu.
Heyrðu snöggvast kawi minn
snöggi vinu kæri.
Heldurðu ekki að bílskurinn
sé við meira hæfi.
Smalar gleðilegt sumar…………..;O(
Veður og færð eru okkur ekki hagstæð (hvítt sleipiefni á götunum).
Við frestum fyrirhugaðri ferð okkar að Fallinu í Varmahlíð þar til veður og færð leyfir.
 Þá horfum við næst til fyrsta maí en langtíma spá er ekki spennandi.  Þá næst til sæluviku sem gæti verið spennandi kostur en sjáum hvað veðrið býður okkur uppá næstu daga.
#76  Svavar Sigurðsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-ollu-frestad-gledilegt-sumar/

Sumardagurinn fyrsti

Jæja þá er að koma að þessu hjá okkur.  Veðurspá er okkur ekkert sérstaklega hagstæð en ef veður verður í lagi og aðstæður þá  er dagskráinn hér sem segir.

Þau sem lagnar að keira í Varmahlíð frá Króknum mæti kl 13.00  Og við dólum okkur frammeftir.

Síðan verður  safnast saman á planinu við KS Varmahlíð.   kl:13:30. Séra Gísli Gunnarsson verður með hugvekju eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Þaðan verður hjólað saman út á Krók þar sem boðið verður upp á kaffi og lummur hjá maddömunum við Minjahúsið

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-7/

Ferðaáætlun sumarsins 2015.

Hér er tillaga GRS að ferðáætlun sumarsins 2015.

Legg ég til að félagar sameinist á eftirtöldum stöðum í upphafi allra ferða.

Akureyri N1 á Leirum

Dalvík Olís planið

Ólafsfjörður Bensínstöð N1

Siglufjörður Olís planið

Hofsós KS planið

Sauðárkrókur N1 planið

Varmahlíð KS planið

Blönduós N1 planið

Skagaströnd Olís planið

Ferðaáætlun Smaladrengja árið 2015

Aprílferð ef veður leyfir

Veljum daginn og ferðina eftir veðri. (Nánar auglýst síðar). www.smaladrengir.is og facbook síðu Smaladrengja

Sumardagurinn fyrsti 23. Apríl, ef veður leyfir.

Safnast saman á planinu við KS Varmahlíð kl:13:30. Séra Gísli Gunnarsson verður með hugvekju eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Þaðan verður hjólað saman út á Krók þar sem boðið verður upp á kaffi og lummur hjá maddömunum við Minjahúsið. Nánar síðar á www.smaladrengir.is og facbook síðu Smaladrengja

Maí

Föstudagurinn 1. maí. Hópkeyrsla Snigla í Reykjavík. Sjá nánar á www.sniglar.is  Þeir sem ætla suður á fimmtudegi athugi nánar auglýsingu á miðvikudagskvöldi. Fyrir þá sem ætla samdægurs dugar ekki annað en fara snemma t.d. kl: 08:00. Þeir sem ekki fara suður, en vilja hjóla, mæti á N1 Sauðárkróki kl: 13:00. Þaðan verður hópkeyrsla.

Laugardagurinn 9. maí. Stórsýning á mótorhjólum hjá Röftum í Borgarnesi einnig er um að ræða fornbílasýningu. Sýningarnar eru opnar frá kl: 13:00 til 17:00. Nánar auglýst deginum áður á vefnum www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja.

Fimmtudagurinn 14. maí, Uppstigningardagur. Kvöldhjólarúntur ef veður leyfir. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja.

Hvítasunnuhelgin 23. – 25. maí.  Tröllaskagatúr um hvítasunnu. Blönduós – Sauðárkrókur – Hofsós – Ketilás – Siglufjörður – Ólafsfjörður – Dalvík – Akureyri-Varmahlíð- Akureyri. Veljum daginn eftir veðri Nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja.

Júní

Laugardagurinn 6. júní. Óvissuferð. Nánar auglýst deginum áður á www.smaladrengir.is.  Ath. Sjómannadagurinn er sunnudaginn 7. júní.

Miðvikudagurinn 17. júní. Hóphjólaferð um Skagafjörð þar sem byrjað verður í Varmahlíð kl: 13:30 og endað á Sauðárkróki með hópkeyrslu um bæinn eða haldið til Akureyrar um hádegi á bíla-og hjólasýningu Akureyringa sem stendur til kl: 17:00.

Laugardagurinn 20. júní. Sumarsólstöðuferð að kveldi. Hittumst á Hofsósi við Pardus kl. 22:00.  Farið frá N1 á Sauðárkróki kl. 21.30.

Júlí

Fimmtudagur 3. júlí til sunnudags 5. júlí. Landsmót bifhjólafólks í Vestmannaeyjum á vegum Drullusokka. Þeir sem hafa áhuga á að fara þangað og þar verður mikil gleði. Einnig er á sama tíma goslokahátíð Eyjamanna Sjá nánar á www.sniglar.is og www.drullusokkar.is.

Laugardagurinn 18. júlí. Húnavaka 16.-19. Júlí. Hjólasýning á Blönduósi þar sem Smaladrengir koma á sínum hjólum. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is fyrr í vikunni.

Mærudagar á Húsavík síðustu helgina í júlí.

Föstudagur.

Kl: 18:00 Ekið frá N1 í Varmahlíð sem leið liggur til Akureyrar og þaðan Laxárstöðstöðvar þar sem gisting er í boði fyrir ca. 20 manns skráning hjá hjolasport@simnet.is

Laugardagur. 08:00 – 09:30 Morgunmatur. Kl. 09:30.  Haldið á Húsavík þar sem menn njóta dagskrár Mærudaga. Kl. 15:00 verður ekið sem leið liggur um Hólasand í Mývatnssveit.  Kl. 16:00 verður skoðunarferð um Kröflustöð. Áning í Mývatnssveit eða Dalakofanum á Laugum áður en haldið er að Laxá.

Sunnudagur.

08:00 – 09:30 Morgunmatur. Um kl: 09:30 Skoðunarferð um Laxárstöðvar. Eftir skoðunarferð í Laxá verður ekið heim á leið um Kinn með viðkomu í Samgönguminjasafninu að Ystafelli.  Þaðan haldið heim.

Laugardagurinn 18. júlí. Hjóladagar á Akureyri á vegum Mótorhjólasafns Íslands og Tíunnar. Sjá nánar á www.motorhjolasafn.is og nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is

 

Ágúst

Föstudagurinn 31. júlí til mánudagsins 3. ágúst. Verslunarmannahelgin. Hvað um Síldarævintýrið á Sigló eða aðra viðburði um helgina? Það er nóg um að vera, nánar auglýst á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 8. ágúst. Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Fylgist með á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 15. ágúst. Stutt hjólaferð Nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 22. ágúst. Óvissuferð nánar auglýst á www.smaladrengir.is

September

Laugardagurinn 5. sept. Ljósanótt í Reykjanesbæ. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is sjá dagskrá á www.ljosanott.is

Að lokum leggur ferðanefnd til að fimmtudagsrúntum verði haldið áfram og reynt að skipuleggja ferðirnar um hádegi sama dag.

 

Kveðja frá ferðanefnd, með von um gott hjólasumar.
Guðmundur R. Stefánsson

Elmar Sveinsson

Þorkell V. Þorsteinsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaaaetlun-sumarsins-2015/