Hjóladagar á Akureyri 16-19 júlí 2015
Fimmtudagur 16.júlí:
Hópkeyrslan, mæting á Ráðhústorgi kl 19:00 og farið af stað 19:30.
Hjólað um bæinn og síðan fram í Möðruvelli þar sem Oddur Bjarni prestur heldur Mótormessu. Jokka okkar ætlar líka að syngja svolítið fyrir okkur þar.
Síðan hópkeyrum við aftur í bæinn og endum á Mótorhjólasafninu þar sem við gæðum okkur á vöfflum og augnakonfekti fyrir 1000 kr.
Föstudagur 17.júlí:
Pylsugrill í Hjólakaffi kl 18:00, í boði Tíunnar meðan birgðir endast. Og þar byrjar svo Pókerrunnið um kl 20:30. Þáttökugjald er 1000 kr. Verðum með 5 stöðvar, Hjólakaffi, svæði BA, Torgið, Húsasmiðjuplanið og endað í Hjólakaffi, þar sem verður verðlaunaafhending fyrir hæstu hönd konu og hæstu hönd karla.
Kl 22:00 verða tónleikar með Dikta á Græna hattinum.
Laugardagur 18.júlí:
Hjólaspyrna á svæði BA. Mæting keppenda fyrir kl 11:00 Tímataka byrjar kl 12:00 og keppni kl 13:00.
Pylsukappát, og seld súpa til styrktar Aflinu.
Bikerbúllan í MC.S.K.Á.L opnar svo kl 21:00 þar sem verða brjálaðir bikertónar að hætti Mikkó og við skemmtum okkur saman eins og hjólafólki er einum lagið.
Mótorhjólasafnið er opið alla daga kl 10:00-17:00
Hlökkum til að sjá ykkur!!
Við erum ekki með posa svo seðlar eru fínir.
Kveðja stjórn Tíunnar