Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn í Bóknámshúsi FNV mánudaginn 25. mars 2019 kl. 18:00.
Páll Stefánsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.
Skýrsla stjórnar
Formaður flutti skýrslu stjórnar.
Sumarið hófst með athöfn við Fallið á sumardaginn fyrsta. Þar mættu 12 hjól. Þessu næst var faríð í hópkeyrslu 1. maí og endað í kaffi í Samgönguminjasafninu í Stóragerði.
Ný vefsíða var tekin í notkun s.l. ár. Logoið var lagað til eftir að það fyrra týndist. Logoið undirbúið fyrir prentun á boli og fatnað.
Fimmtudagsrúnturinn var fastur liður.
Svavar og Baldur fóru í sína árlegu beikonborgaraferð. Þá fóru nokkrir félagar til Akureyrar 16. júní.
Inntaka nýrra félaga: Samþykkt að taka inn Friðrik Sveinsson, Jón Gunnar Helgason og Ingólf Jóhannsson.
Endurskoðaðir reikningar.
Páll Stefánsson fluttir skýrslu gjaldkera. Skuldir og eigið fé nema kr. 838.865. Reikningarnir samþykktir samhljóða. Samþykkt að félagsgjöld og inntökugjald verði óbreytt og stjórninni falið að nota fjármuni félagsins til að greiða fyrir aðgangseyri að söfnum og þess háttar á ferðalögum félagsins. Félagsgjöld greiðist fyrir 15. apríl.
Kosning í nefndir og ráð.
Steinn Elmar Árnason var kjörinn ritari.
Páll Stefánsson var kjörinn gjaldkeri.
Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn meðstjórnandi.
Baldur Sigurðsson var kjörinn merkisberi.
Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.
Í ferðanefnd voru kjörnir:
Guðmundur R. Stefánsson
Björn Þórisson
Svavar Sigurðsson
Í netsíðunefnd voru kjörnir:
Björn Ingi Björnsson
Þorkell V. Þorsteinsson
Önnur mál.
Samþykkt að fela stjórn að ræða við Varmahlíðarnefnd / eiganda Fallsins um staðsetningu þess í Varmahlíð. Kristján Óli Jónsson bauð fram húsnæði til fundahalda Smaladrengja.
Formaður kynnti að hægt verði að fara með flíkur í Myndun og láta prenta logo félagsins á þær. Þá er hægt að kaupa þar boli og hettupeysur með logoinu. Rætt um að skoða vestiskaup frá Oxford eða Louis, hjólabúðum sem eru með rennd vesti ætluð mótorhjólum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Þorkell V. Þorsteinsson
Arnfríður Arnardóttir
Guðmundur R.Stefánsson
Björn Þórisson
Páll Stefánsson
Björn Ingi Björnsson
Baldur Sigurðsson
SteinnElmar Árnason
Friðrik Sveinsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Kristján Óli Jónsson