Return to Ferðaáætlanir

Ferðaáætlun 2023

Lagt er til að félagar sameinist á eftirtöldum stöðum í upphafi allra ferða.
Akureyri N1 á Leirum
Dalvík Olís planið
Ólafsfjörður Bensínstöð N1
Siglufjörður Olís planið
Hofsós KS planið
Sauðárkrókur N1 planið
Varmahlíð Olís planið
Blönduós N1 planið
Skagaströnd Olís planið

Fimmtudagsrúntar verða á sínum stað, auglýst eins og hægt fyrir hverja ferð á vefsíðunni smaladrengir.is og fésbókarsíðu okkar “Vélahjólafélag Smaladrengja”.

Sumardagurinn fyrsti 20. apríl

Ráðgert að hittast við Fallið í Varmahlíð kl 13:00.
Farið frá N1 Sauðárkróki kl 12:00
Séra Gísli Gunnarsson verður þ.ví miður fjarverandi svo samkoman verður ekki með hefðbundnu sniði. Hugmyndin er að koma saman og minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.
Að lokinni samkomu í Varmahlíð er ætlunin, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur að Árgarði, Steinsstöðum þar sem Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps verður með kaffihlaðborð.

Maí

Mánudagurinn 1. maí. Hópkeyrsla Bifhjólasamtaka Lýðveldisins Snigla í Reykjavík.
Í stað Laugavegs röðum við okkur á Njarðargötu og upp á Skólavörðustíg. Keyrslan fer svo Sóleyjargötu, í gegnum Lækjargötu og yfir á Sæbraut, upp Ártúnsbrekku og endum svo við Bauhaus líkt og vanalega.
Breyting á stað og stund. Fremstu hjólin verða á Njarðargötu við Bergstaðastræti og safnast hjólin upp Njarðargötuna og Skólavörðustíginn. Opnað verður fyrir hjólaumferð kl.10:00 og lagt af stað kl. 12:00. Keyrt verður niður að Sóleyjargötu og þaðan bein leið út á Sæbraut. Nánar á www.sniglar.is 
Fjölmennum og gleðjumst!

Laugardagurinn 13. maí. Mótorhjólakaffi Rafta í Varmalandi í Borgarfirði.
Rafta langar til að bjóða í opið hús þann 13. maí á milli 13:00 – 16:00 upp á Varmalandi í nýja félagsheimilinu og slá þannig tvær flugur í einu höggi, og fagna nýju félagsheimili sem og 20 ára afmæli Rafta ( sem var í covid).
Endilega rennið við og kíkið í kaffi og vöfflur.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Brottför kl. 12:00 frá N1 á Blönduósi

Laugardagurinn 13. maí. Hópkeyrsla Tíunnar frá Akureyri.
Hópkeyrsla Mótorhjólamanna á Norðurlandi farið frá Ráðhústorgi kl. 14:00.
Ekinn veður stuttur hringur um bæinn og svo verður tekinn Víkurskarðshringur og göngin til baka og endað inn á Mótorhjólasafni. U.þ.b. 70 km.
Brottför frá N1 á Sauðárkrók kl. 12:00

Fimmtudagurinn 18. maí uppstigningardagur.
Hjólatúr ef veður leyfir. Nánar auglýst á Facebook síðu Smaladrengja.

Laugardagurinn 27. eða sunnudagurinn 28. maí. Tröllaskagatúr um Hvítasunnu.
Blönduós – Sauðárkrókur – Hofsós – Ketilás – Siglufjörður – Ólafsfjörður – Dalvík – Akureyri og þaðan heim um Öxnadalsheiði. Veljum daginn eftir veðri.
Nánar auglýst síðar á Facebook síðu Smaladrengja

Júní

Laugardagurinn 3. júní.  Sjómannadagurinn á Skagaströnd eða Hofsós.
Nánar auglýst síðar á Facebook síðu Smaladrengja.

Laugardagurinn 17. júní.
Hóphjólaferð um Skagafjörð þar sem byrjað verður í Varmahlíð kl. 13:30 og endað á Sauðárkróki með hópkeyrslu um bæinn. Eða haldið til Akureyrar um hádegi á bíla-og hjólasýningu Akureyringa sem stendur til kl. 17:00. Nánar á Facebook síðu Smaladrengja.

Fimmtudagur 29. júní til sunnudags 2. júlí Landsmót Bifhjólafólks 2023.
Landsmót Bifhjólafólks 2023 verður haldið að þessu sinni í Trékyllisvík á   Ströndum.

Júlí

Laugardagurinn 15. júlí. Húnavaka á Blönduósi. 
Hjólasýning á Blönduósi þar sem Smaladrengir koma á sínum hjólum. Nánar á Facebook síðu Smaladrengja.

Helgin  14. – 16. júlí.  Hjóladagar Tíunar á Akureyri.
Árlegur viðburður þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar öllu áhugafólki um vélhjól.
Hjóladagar á Akureyri eru haldnir árlega. Mótorhjólaklúbburinn Tían stendur fyrir viðburðinum og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar öllu áhugafólki um vélhjól.
Nánari upplýsingar á facebooksíðu Tían.

Laugardagurinn 22. Júlí . Mærudagar á Húsavík.
Bæjarhátíðin Mærudagar er haldin á hverju sumri á Húsavik og fer hún fram fjórðu helgina í júlí. Hátíðarsvæðið er við höfnina, dagskráin er fjölbreytt og bæjarbúar taka virkan þátt m.a. með skreytingum á bænum í hverfalitlum. Nánar á Facebook síðu Smaladrengja deginum áður.

Ágúst

Laugardagurinn 5. ágúst til mánudagsins 7. ágúst. Verslunarmannahelgin.
Hvað um Síldarævintýrið á Sigló eða aðra viðburði um helgina? Það er nóg um að vera, Nánar á Facebook síðu Smaladrengja deginum áður.

Laugardagurinn 12. ágúst. Fiskidagurinn mikli 2023.
Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar eftir heimsfaraldur og verður boðið til hátíðar,  dagana  10.-13. ágúst.
Nánar á Facebook síðu Smaladrengja.

Laugardagurinn 19. ágúst. Óvissuferð nánar auglýst á www.smaladrengir.is

September

Laugardagurinn 2. sept. Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Nánar auglýst á www.smaladrengir. sjá dagskrá á www.ljosanott.is Nánar á Facebook síðu Smaladrengja deginum áður.

 

Kveðja frá ferðanefnd, með von um gott hjólasumar.

Björn Svanur, Helga Skúla og Valgeir

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaaaetlanir/ferdaaaetlun-2023/