Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja verður haldinn kl 18:00 föstudaginn 7. Maí í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að Borgarteig, en gengið inn Borgargerðismegin.
Förum eftir sóttvarnarreglum og reynum að virða fjarlægðarmörk og andlitsgrímur eins og unnt er. Vegna samkomutakmarkana biðjum við ykkur um að skrá ykkur á fundinn með því að senda nafn, netfang og símanúmer á smaladrengir@gmail.com.
Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Inntaka nýrra félaga.
Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
Kosning nefnda.
Önnur mál.
Við höfum verið með léttar veitingar en mögulega verður það eitthvað með breyttu sniði vegna sóttvarna.
Vonast til að sjá sem flesta.
f.h. Smaladrengja
Björn Ingi Björnsson
Formaður