Ferðaáætlun sumarsins 2015.

Hér er tillaga GRS að ferðáætlun sumarsins 2015.

Legg ég til að félagar sameinist á eftirtöldum stöðum í upphafi allra ferða.

Akureyri N1 á Leirum

Dalvík Olís planið

Ólafsfjörður Bensínstöð N1

Siglufjörður Olís planið

Hofsós KS planið

Sauðárkrókur N1 planið

Varmahlíð KS planið

Blönduós N1 planið

Skagaströnd Olís planið

Ferðaáætlun Smaladrengja árið 2015

Aprílferð ef veður leyfir

Veljum daginn og ferðina eftir veðri. (Nánar auglýst síðar). www.smaladrengir.is og facbook síðu Smaladrengja

Sumardagurinn fyrsti 23. Apríl, ef veður leyfir.

Safnast saman á planinu við KS Varmahlíð kl:13:30. Séra Gísli Gunnarsson verður með hugvekju eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Þaðan verður hjólað saman út á Krók þar sem boðið verður upp á kaffi og lummur hjá maddömunum við Minjahúsið. Nánar síðar á www.smaladrengir.is og facbook síðu Smaladrengja

Maí

Föstudagurinn 1. maí. Hópkeyrsla Snigla í Reykjavík. Sjá nánar á www.sniglar.is  Þeir sem ætla suður á fimmtudegi athugi nánar auglýsingu á miðvikudagskvöldi. Fyrir þá sem ætla samdægurs dugar ekki annað en fara snemma t.d. kl: 08:00. Þeir sem ekki fara suður, en vilja hjóla, mæti á N1 Sauðárkróki kl: 13:00. Þaðan verður hópkeyrsla.

Laugardagurinn 9. maí. Stórsýning á mótorhjólum hjá Röftum í Borgarnesi einnig er um að ræða fornbílasýningu. Sýningarnar eru opnar frá kl: 13:00 til 17:00. Nánar auglýst deginum áður á vefnum www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja.

Fimmtudagurinn 14. maí, Uppstigningardagur. Kvöldhjólarúntur ef veður leyfir. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja.

Hvítasunnuhelgin 23. – 25. maí.  Tröllaskagatúr um hvítasunnu. Blönduós – Sauðárkrókur – Hofsós – Ketilás – Siglufjörður – Ólafsfjörður – Dalvík – Akureyri-Varmahlíð- Akureyri. Veljum daginn eftir veðri Nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja.

Júní

Laugardagurinn 6. júní. Óvissuferð. Nánar auglýst deginum áður á www.smaladrengir.is.  Ath. Sjómannadagurinn er sunnudaginn 7. júní.

Miðvikudagurinn 17. júní. Hóphjólaferð um Skagafjörð þar sem byrjað verður í Varmahlíð kl: 13:30 og endað á Sauðárkróki með hópkeyrslu um bæinn eða haldið til Akureyrar um hádegi á bíla-og hjólasýningu Akureyringa sem stendur til kl: 17:00.

Laugardagurinn 20. júní. Sumarsólstöðuferð að kveldi. Hittumst á Hofsósi við Pardus kl. 22:00.  Farið frá N1 á Sauðárkróki kl. 21.30.

Júlí

Fimmtudagur 3. júlí til sunnudags 5. júlí. Landsmót bifhjólafólks í Vestmannaeyjum á vegum Drullusokka. Þeir sem hafa áhuga á að fara þangað og þar verður mikil gleði. Einnig er á sama tíma goslokahátíð Eyjamanna Sjá nánar á www.sniglar.is og www.drullusokkar.is.

Laugardagurinn 18. júlí. Húnavaka 16.-19. Júlí. Hjólasýning á Blönduósi þar sem Smaladrengir koma á sínum hjólum. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is fyrr í vikunni.

Mærudagar á Húsavík síðustu helgina í júlí.

Föstudagur.

Kl: 18:00 Ekið frá N1 í Varmahlíð sem leið liggur til Akureyrar og þaðan Laxárstöðstöðvar þar sem gisting er í boði fyrir ca. 20 manns skráning hjá hjolasport@simnet.is

Laugardagur. 08:00 – 09:30 Morgunmatur. Kl. 09:30.  Haldið á Húsavík þar sem menn njóta dagskrár Mærudaga. Kl. 15:00 verður ekið sem leið liggur um Hólasand í Mývatnssveit.  Kl. 16:00 verður skoðunarferð um Kröflustöð. Áning í Mývatnssveit eða Dalakofanum á Laugum áður en haldið er að Laxá.

Sunnudagur.

08:00 – 09:30 Morgunmatur. Um kl: 09:30 Skoðunarferð um Laxárstöðvar. Eftir skoðunarferð í Laxá verður ekið heim á leið um Kinn með viðkomu í Samgönguminjasafninu að Ystafelli.  Þaðan haldið heim.

Laugardagurinn 18. júlí. Hjóladagar á Akureyri á vegum Mótorhjólasafns Íslands og Tíunnar. Sjá nánar á www.motorhjolasafn.is og nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is

 

Ágúst

Föstudagurinn 31. júlí til mánudagsins 3. ágúst. Verslunarmannahelgin. Hvað um Síldarævintýrið á Sigló eða aðra viðburði um helgina? Það er nóg um að vera, nánar auglýst á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 8. ágúst. Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Fylgist með á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 15. ágúst. Stutt hjólaferð Nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 22. ágúst. Óvissuferð nánar auglýst á www.smaladrengir.is

September

Laugardagurinn 5. sept. Ljósanótt í Reykjanesbæ. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is sjá dagskrá á www.ljosanott.is

Að lokum leggur ferðanefnd til að fimmtudagsrúntum verði haldið áfram og reynt að skipuleggja ferðirnar um hádegi sama dag.

 

Kveðja frá ferðanefnd, með von um gott hjólasumar.
Guðmundur R. Stefánsson

Elmar Sveinsson

Þorkell V. Þorsteinsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaaaetlun-sumarsins-2015/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.