Ágætu Smaladrengir
Það styttist í sýninguna Kraft sem haldin verður 16.-17. nóv. Við höfum fengið úthlutað plássi sem er svipað að stærð og síðast. Stefnt er á glæsilega sýningu að vanda.
Nú er komið að því að velja hjól á sýninguna. Það er tillaga mín að í ár verði lögð áhersla á gömul og uppgerð hjól og óska ég eftir tillögum frá ykkur um hjól sem falla í þann flokk. Ef ekki fást nógu mörg hjól í þeim flokki munum við bæta við öðrum hjólum. Ég óska sömuleiðis eftir tillögum að slíkum hjólum.
Þá óska ég eftir sjálboðaliðum til að manna vaktir á sýningunni, en gert er ráð fyrir að fulltrúar klúbbanna sem sýna verði alltaf til staðar á sýningunni.
Loks er gert ráð fyrir að sýnendur taki saman upplýsingar um hjólin á borð við tegund, árgerð, akstur, hestöfl, sögu og þess háttar. Staðlað eyðublað verður útbúið þegar nær dregur.
Ég treysti á tillögur frá ykkur, annars verður val á hjólum í mínum höndum, vina minna og vandamanna, sem sagt hreinn klíkuskapur.
Kveðja
Keli