Árleg bænnastund á Sumardaginn fyrsta var haldin við minnismerkið Fallið í Varmahlíð. Félagar í Vélhjólafélagi Smaladrengja og Véhljólaklúbbi Skagafjardar auk annarra gesta mættu á 24 vélhjólum til bænastundarinnar sem Séra Gísli Gunnarsson annaðist. Veðrið var hið fegursta aðstæður til hjólamennsku akjósanlegar.
Að bænastundinni lokinni var haldið til Sauðárkróks, ekið um bæinn og endað í kaffi og lummum í Maddömukoti. Að því loknu héldu ökumenn á 10 hjólum vestur yfir Þverárfjall með viðkomu á Skagaströnd og Blönduósi þaðan sem haldið var suður Langadal og endað á upphafsreit á Sauðárkróki. Vélhjólafélag Smaladrengja og Vélhjólaklúbur Skagafjardar þakka Maddömum fyrir frábærar móttökur í tilefni dagsins.