Sumardagurinn fyrsti 25. apríl 2024
Við í Smaladrengjum ætlum að halda okkar árlegu hjólahópkeyrslu ef veður leyfir.
Mæting kl 12:00 á N1 Sauðárkróki fyrir þá sem vilja, en annars er mæting kl 13:00 við Fallið í Varmahlíð.
Hugmyndin er að koma saman, hlusta á smá hugvekju, minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.
Að lokinni samkomu í Varmahlíð er mögulegt, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur inn að Árgarði, Steinsstöðum en þar er kaffi og kökusala í tilefni dagsins hjá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps frá kl 14-17 og kostar 2500kr (enginn posi á staðnum).
Öllu hjólafólki er boðið að koma og vera með.