Fundargerð frá aðalfundi 30. apríl 2025

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn FNV miðvikudaginn 30. apríl 2024 kl. 18:00.

Björn Ingi Björnsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.

1. Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar. Lítið var gert í fyrra en þrír félaga fóru í tónleikaferð á Raufarhöfn og fjórir félagar fóru í sex vikna hjólaferð um Evrópu. Örfáir fimmtudagsrúntar voru farnir.  Þátttaka í  Sumardeginum fyrsta var meiri en nokkurn tímann áður. Frábær dagur og veður.

2. Inntaka nýrra félaga: Engir nýir félagar voru teknir inn þetta starfsár.

3. Endurskoðaðir reikningar: Páll Stefánsson fluttir skýrslu gjaldkera. Skuldir og eigið fé

nema kr.1.090.704. Reikningarnir samþykktir samhljóða. Samþykkt að óbreytt félagsgjöld verði innheimt á þessu ári og inntökugjald verði óbreytt.  Stjórninni var gert að nota fjármuni

félagsins til að greiða fyrir aðgangseyri að söfnum og þess háttar á ferðalögum félagsins.

4. Kosning formanns: Björn Ingi Björnsson var endurkjörinn formaður.

5. Kosning stjórnar: Páll Stefánsson var kjörinn gjaldkeri. Þorkell V. Þorsteinsson var

kjörinn ritari. Steinn Elmar Árnason var kjörinn meðstjórnandi. Baldur Sigurðsson var

kjörinn merkisberi. Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

6. Kosning í nefndir og ráð: Í ferðanefnd voru kjörnir: Baldur Sigurðsson, Björn Þórisson og

Björn Ingi Björnsson. Í netsíðunefnd voru kjörnir: Björn Ingi Björnsson og

Þorkell V. Þorsteinsson.

7. Önnur mál.  Rætt um leigu á  húsnæði til geymlu og klúbbstarfs. Engin niðurstaða önnur en að vera vakandi fyrir tækifærum til leigu á hentugu húsnæði.

Samþykkt að hvetja félaga til að láta vita á innra netinu á Messenger þegar þeir fara í ferðalög

og vilja félagsskap. Formaður sagði frá því að Frumherji bjóði ekki upp á afslátt af skoðun en Tékkland verði með lægsta verðið. Skoða verður öll hjól fyrir 1. júní.  Umhverfið í kringum Fallið er ekki til fyrirmyndar. Formaður stakk upp á að sækja um styrk til að laga það.  Það er háð vilja Tíunnar og lóðareiganda í Varmahlíð.  Þá var rætt um að setja niður bekk við minnismerkið.

Formaður kynnti hugmynd að heimsókn til Rafta 10. maí og i vorfagnað Tíunnar og Snigla 17. maí. Dagana 13.-15. júní eru Hjóladagar á Mótorhjólasafninu á Akureyri. Start-up dagurinn er 14. júní.  Hann lagið til Tröllaskaghring í maí eða júní.  Mærudagar eru 25.-27. júlí og Húnavakan er 17.-20. júlí.  Hann sýndi derhúfu sem merkt er Smaladrengjum en Myndun sér um að útbúa slíkar húfur.  Þá sýndi hann fatnað frá þeim sem hægt er að merkja.  Samþykkt að formaður kanni að félagið kaupi endurskinsvesti með rennilás og merki félagsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Þorkell V. Þorsteinsson

Arnfríður Arnardóttir

Baldur Sigurðsson

Björn Ingi Björnsson

Elmar Steinsson

Ingólfur Arnarson

Páll Stefánsson

Guðmundur Rúnar Stefánsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fundargerd-fra-adalfundi-30-april-2025/

Aðalfundur 2025

Kæru smalar.

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja 2024 verður haldinn kl 18:00 miðvikudaginn 30. apríl í húsnæði FNV / Fjölbrautarskóla norðurlands vestra á Sauðárkróki

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Inntaka nýrra félaga.
Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
Lagabreytingar.
Kosning formanns, stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
Kosning nefnda.
Önnur mál.

Léttar veitingar verða í boði.

kv. Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2025/

Sumardagurinn fyrsti 2025

Sæl öll, við stefnum á okkar árlega hjólarúnt að “Fallinu” við Varmahlíð á sumardaginn fyrsta sem er fimmtudaginn 24. Apríl. Séra Gísli Gunnarsson ætlar að vera með smá hugvekju fyrir okkur hjólafólkið, við minnumst fallina félaga og skyggnumst inn í hjólasumarið.

Brottför kl 13:00 frá N1 Sauðárkróki fyrir þá sem vilja safnast saman þar, en annars byrjar athöfn í Varmahlíð kl 13:30.

Að lokinni samkomu í Varmahlíð er mögulegt, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur inn að Árgarði, Steinsstöðum en þar er kaffi og kökusala í tilefni dagsins hjá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps frá kl 14-17 og kostar 2500kr (ATH enginn posi á staðnum).

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-2025/

Beikonborgaraferð 7. sept

Brottför frá N1 Sauðárkróki kl 09:00 laugardaginn 7. september í Beikonborgaraferð. Haldið verður áleiðis í Borgarfjörðinn en annars veit enginn hvað dagurinn mun bera í skauti sér.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/beikonborgaraferd-7-sept/

Fimmtudagsrúntur 13. júní 2024

Fimmtudagsrúntur 13. júní
Hittumst við N1 Sauðárkróki kl 19:30
Ferðaplön ákveðin á staðnum af þeim sem mæta

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntur-13-juni-2024/